Kráin

Fréttir

Grilldagurinn og Þolreið Kríunnar 2019

Grilldagurinn og Þolreið Kríunnar 2019 01. maí 2019

Hinn árlegi Grilldagur Kríunnar verður þann 11.mai þar sem grillaðar verða gómsætar steikur með öllu tilheyrandi. Þann sama dag ætlum við að endurvekja Þolreiðarkeppni Kríunnar sem er tilvalin keppn...

Skötuveisla á Kríunni

Skötuveisla á Kríunni 11. desember 2018

Nú tökum við forskot á sæluna og skötuna og höldum skötuveislu á Kríunni laugardaginn 22. des. Klukkan 18 verður byrjað að veiða góðgætið uppúr pottunum. Verð kr. 3.500. Staupastund með tilboði á kö...

Réttskælingar árgerð ´58

Réttskælingar árgerð ´58 05. september 2018

Þessir síungu bekkjarfélagar úr Réttó, árgangur 1958, héldu saman uppá sextugsafmælin sín saman laugardaginn 1. september. Borðuðum frábæran kvöldmat, sungum, dönsuðum og lékum okkur fram á kvöld á Kr...

Hvað er í boði ?

Hópar

Tökum á móti hópum í mat, drykk eða bæði. Á boðstólnum er allt frá súpu&salati upp í stórsteik, eða bara hvað sem hópnum hugnast.. Komdu og njóttu góðrar stundar á alvöru Sveitakrá!

Skemmtun

Á staðnum er ýmislegt til afþreyingar. Aðstaða er fyrir karókí, pílukast, skjávarpi er á staðnum og aðstaða til útileikja að ógleymdum sérsmíðuðum fússball-vellinum í fullri stærð. Fyrir leik þarf að spyrja hundinn hvort megi fá lánaðan boltann!

Matur

Ekta íslensk kjötsúpa með brauði - Grillað lambalæri með kartöflum, fersku salati og heitri sósu - Fiskibollur í lauksmjöri með kartöflum og salati - Kríuborgarinn & franskar með leynisósu Kríunnar - Við reynum svo alltaf að hafa valmöguleika fyrir vegan og aðra. Komdu og smakkaðu!

Kráin

Við hér á Kríumýri erum með ósvikna sveitakrá sem ber nafnið Krían þar sem afbragðs aðstaða er fyrir alls kyns hópa.
Hér geta hóparnir skipulagt sína eigin dagskrá. Til staðar er hljóðkerfi, hljóðfæri s.s. gítarar, píanó, skjávarpi með stórum skjá. Möguleiki er að
útvega hressar og skemmtilegar hljómsveitir úr sveitinni fyrir alla aldurshópa á vægu verði. Tilvalið að sameina vinnustaðafund og skemmtun.

Við erum staðsett rétt utan við Selfoss.

Krian (4)

Upplýsingar hjá Maríu í síma 8997643 eða Herði í 8977643, kriumyri@internet.is og Krían sveitakrá á facebook

Hlökkum til að heyra í ykkur!