Fréttir

Grilldagurinn og Þolreið Kríunnar 2019
01. maí 2019

Grilldagurinn og Þolreið Kríunnar 2019

Hinn árlegi Grilldagur Kríunnar verður þann 11.mai þar sem grillaðar verða gómsætar steikur með öllu tilheyrandi. Þann sama dag ætlum við að endurvekja Þolreiðarkeppni Kríunnar sem er tilvalin keppni sem hentar öllum hestamönnum, hver sem er getur mætt með sinn hest og skemmt sér konunglega. Allar frekari upplýsingar munu birtast hér á næstu dögum:) Hlökkum til að sjá ykkur- ÞESSI DAGUR KLIKKAR ALDREI

Skötuveisla á Kríunni
11. desember 2018

Skötuveisla á Kríunni

Nú tökum við forskot á sæluna og skötuna og höldum skötuveislu á Kríunni laugardaginn 22. des. Klukkan 18 verður byrjað að veiða góðgætið uppúr pottunum. Verð kr. 3.500. Staupastund með tilboði á köldum af krana og skoti milli kl. 18 og 20. Krían verður svo opin fram eftir kvöldi, allir hjartanlega velkomnir. Pantanir í símum 8977643 og 8997643 eða á kriumyri@internet.is

Réttskælingar árgerð ´58
05. september 2018

Réttskælingar árgerð ´58

Þessir síungu bekkjarfélagar úr Réttó, árgangur 1958, héldu saman uppá sextugsafmælin sín saman laugardaginn 1. september. Borðuðum frábæran kvöldmat, sungum, dönsuðum og lékum okkur fram á kvöld á Kríunni. Yndislega gaman að koma og móttakan og þjónustan frábær í alla staði. Eigum örugglega öll eftir að koma aftur. Takk fyrir okkur. Kveðja / Best regards, Sandra Gunnarsdóttir

Að þjappa hópnum saman.
31. ágúst 2018

Að þjappa hópnum saman.

Nú er sumarið að líða undir lok, og tilvalið að efla hópinn með mat, gleði og skemmtilegheitum.

Hesthúsið
30. desember 2015

Hesthúsið

Það var á haustdögum 2004 þegar vertarnir á Kríunni tóku sig upp og fluttu úr Garðabænum í Glóru í Hraungerðishreppi. Það var ekki meiningin í upphafi að flytja heldur var verið að leita eftir beitarstykki fyrir hrossin. Þegar frúin á Kríumýri mætti til að skoða fjósið í Glóru og stykkið sem því fylgdi, gerðust hlutirnir hratt, og um sólarhring seinna var komið staðfest tilboð og síðan liðu nokkrir dagar þar til kaupin voru gerð og ákvörðun tekin um að byggja hús á staðnum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og tíminn liðið hratt. Nú þegar 12. Árið er að hefjast er enn verið að bæta aðstöðuna eftir efnum og aðstæðum. Í vetur var hafist handa við að reisa reiðgerði með léttu þaki sem við köllum reiðhof en samskonar reiðgerði er að finna í Almannadal við Geitháls og einnig að Bessatöðum við Hvammstanga. Það hefur aðeins háð aðstöðunni í hesthúsi Kríunnar að hafa ekki inni reiðaðstöðu í svartasta skammdeginu þegar veður geta verið válynd. Þegar skiptast á frosthörkur og hlákukaflar getur hreinlega verið erfitt að hleypa folöldum og ójárnuðum tryppum út í gerði vegan klaka. Þá verður gott að hafa mikið rými til að láta folöld og tryppi hlaupa. Reynsla Jóhanns Magnússonar á Bessastöðum af reiðhofinu til tamningu á ungum tryppum er afar góð. Í hesthúsi Kríunnar er leigðar út stíur til hestamanna eða tamningamanns, allt að 20 stíur og pláss fyrir um 20 folöld. Gleðilegt nýtt ár og megi 2016 verða ykkur öllum gæfuríkt. Hörður og María

Fússball
22. september 2014

Fússball

Hér á árum áður var hið vinsæla borðspil ´´Fússball´´ spilað í öllum félagsheimilum. Nú hafa vertarnir á Kríunni sett upp mennskan Fússball í fullri stærð 10x4 metrar þar sem 5 leikmenn eru í hvoru liði. Á meðan vertinn eldar lambið á grillinu geta hópar tekið Fússballleik þar til steikin er klár

Ýmsir hópar heimsækja Kríuna
25. júní 2014

Ýmsir hópar heimsækja Kríuna

Þetta vorið var óvenju mikið af vinnustaðahópum sem sóttu Kríuna heim. Komu hóparnir víða að, meðal annars af Suðurnesjum, Kópavogi og Reykjavík. All flestir hóparnir stoppuðu í mat og drykk og sumir hóparnir slógu upp balli eftir matinn með þeim feðgum Labba og Bassa og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi.

Þolreið kríunnar
01. maí 2014

Þolreið kríunnar

Þann 10 maí sl. var Þolreið Kríunnar og Dýralæknaþjónustu Suðurlands haldin í fyrsta sinn. Um er að ræða létta og skemmtilega keppni sem var að fyrirmynd þeirra áður hafa staðið að þolreiðarkeppni hér á landi.