Frétt

19. nóvember 2015

Reiðhof

Í hesthúsi Kríunnar hafa verið leigðar út stíur fyrir folöld, graðhesta og reiðhesta. Í húsinu eru 26 einhesta stíur og 4 tveggjahesta stíur  og hafa þær oftast verið notaðar undir folöld. Fóðurgangurinn er langur og breiður og oft nýst ágætlega til að taka fyrsta  sporin á  frumtamningar tryppum.  Á vetrum þegar illa viðrar hefur oft ekki verið hægt að ríða út svo dögum skiptir. Til að leigupláss nýtist betur réðumst við í að reisa reiðgerði með léttu þaki svokallað Reiðhof  svo það verði fýsilegur kostur fyrir hestamenn að leigja pláss í hesthúsi Kríunnar.

 

Til baka