Frétt

12. janúar 2016

KRÍUPARTÝ

Dúndurpartý....nú verður reynt aftur!

Eins of flestum sem fylgjast með skemmtanalífinu á Suðurlandi neyddust vertarnir á Kríunni Sveitakrá að fresta auglýstu Kvennapartýi sem vera átti 4 des sl. vegna veðurofsa. Reyndar mættu sex konur sem börðust með harðfylgi gegnum snjó og byl og skemmtu sér konunglega þrátt fyrir fámennið. Næsta föstudagskvöld verður svo blásið til veislu annað sinn á Kríunni þar sem opið er fyrir alla kellingar og kalla. 
Húsið opnar kl 19:30 og boðið verður uppá heitt Fullorðins-Glögg ...já Glögg þó jólin séu búin!! María Lovísa fatahönnuður verður með stórglæsilega tískusýningu þar sem hún sýnir sína nýjustu hönnun....flott dress og kjólar fyrir þorrablótin.
 Veglegt happadrætti þar sem m.a. er líkamsræktarkort, út að borða. og spænskunámskeið í vinning.
 Lifandi tónlist á eftir...smá leyndó hverjir stíga á stokk
Nýir barþjónar úr borginni sem ekki hafa sést áður,  blanda flotta kokteila fyrir utan að vera augnayndi......
Kynnir verður heimskonan og lífskúnstnerinn  Bryndís Schram.
Þennan viðburð er vert að mæta á og um leið halda uppá nýbyrjað 10 starfsár Kríunnar

Til baka