Frétt

31. ágúst 2018

Að þjappa hópnum saman.

Nú þegar haustið er handan við hornið fara farfuglarnir að hópa sig saman til þess að undirbúa sig undir ferð suður á bóginn. Ekki ólíkt er með mannfólkið þegar sumri hallar og sumarfríum lýkur að þá þarf að þjappa starfsmannahópnum saman fyrir komandi átök vetrarins.
Krían er einstakur staður og frábær fyrir hópa. Fúzzballvöllurinn framan við krána skapar svaka stemmningu í hópnum.  Við bjóðum einnig upp á karaókí og píluspjald. Útvegum trúbadora. Matur og drykkur allt frá hamborgurum að lambagrillsteik fyrir hópinn.

Til baka