Um Kríuna


Krían var opnuð þann 8. apríl 2006. Kráin er innréttuð í hluta af hesthúsi þar sem áður var flatgryfja. Kráin tekur milli 50 og 60 manns í sæti. Gestgjafar á staðnum eru hjónin Hörður Harðarson og María Davíðsdóttir, sími: 8977643 -8997643 og búa þau á staðnum, með hrossabúskap, íslenskar hænur og einnig íslenskan hund.    
Kráin er með risakjá og skjávarpa. 

Kráin er tilvalinn staður til ýmiskonar uppákoma. svo sem afmæli, óvissuferðir, vinnustaðafagnaði, og fleira. Getum tekið á móti hópum í mat, okkar vinsæla íslenska kjötsúpa er alltaf á boðstólum, svo getur fólk tekið með sér kjöt á grillið eða pantað grillmat eða annað sem því hugnast. Karókí með um 1200 lögum.  Pílukastspjald og pílur er til afnota fyrir gesti staðarins.  Kráin er u.þ.b. 3 km. austan við Selfoss. Stórkostlegt útsýni er til allra átta, s.s. Ingólfsfjall, Heklan, Langjökull, Eyjafjallajökull og allt til Vestmannaeyja á góðum degi.Sveitakráin Krían er ekta íslensk sveitakrá. Gott andrúmsloft og gestrisni í heimilislegu umhverfi er það sem við leggjum áherslu á.