Um Kríuna


Krían var opnuð þann 8. apríl 2006. Kráin er innréttuð í hluta af hesthúsi þar sem áður var flatgryfja og hefur síðan þróast í það útlit sem hún ber í dag, meðal annars með ýmiskonar gjöfum og gömlum gripum frá vinum og velunnurum.
Kráin tekur milli 50 og 60 manns í sæti og enn fleiri í skálanum þar sem hitara er að finna. Gestgjafar á staðnum eru hjúin Hörður og María og búa þau á staðnum, með hrossabúskap og einn albesta fótboltahund sem hægt er að finna á eyjunni Íslandi, þó víða væri leitað. 
 

Kríukráin er tilvalin til ýmissa uppákoma, svo sem afmæli, óvissuferðir, vinnustaðafagnaði og margt margt fleira. Við tökum á móti hópum í mat - við bjóðum úpp á úrvals grillaða hamborgara og djúpsteiktar kartöflulengjur. Svo getur fólk pantað grillmat eða annað sem því hugnast, eða jafnvel tekið með sér kjöt á grillið.  Píluspjald og pílur eru til afnota fyrir gesti staðarins og mega kasta þeim eins lengi og þeim lystir.
Kráin er u.þ.b. 3-4 km. austan við Selfoss. Stórkostlegt útsýni er til allra átta, s.s. Ingólfsfjall, Heklan, Langjökull, Eyjafjallajökull og allt til Vestmannaeyja á góðum degi. Sveitakráin Krían er ekta íslensk sveitakrá, gott andrúmsloft og gestrisni í heimilislegu umhverfi er það sem við leggjum okkar áherslu á. 

Alveg endilega heyrið í okkur og kíkið í heimsókn til okkar. Þið munuð ekki sjá eftir því! 

899-7643 er síminn hjá Maríu húsfrú og Hörður húskarl er með hið eilítið óþjállra númer 897-7643 

Ef gömlurnar svara ekki má alltaf athuga Hörð yngri, en hann tekur símann sinn með þegar hann fer á flakk. Síminn hans er 666-9899