Krían var opnuð þann 8. apríl 2006. Kráin er innréttuð í hluta af hesthúsi þar sem áður var flatgryfja og hefur síðan þróast í það útlit sem hún ber í dag, meðal annars með ýmiskonar gjöfum og gömlum gripum frá vinum og velunnurum.

Krían var opnuð þann 8. apríl 2006. Kráin er innréttuð í hluta af hesthúsi þar sem áður var flatgryfja og hefur síðan þróast í það útlit sem hún ber í dag, meðal annars með ýmiskonar gjöfum og gömlum gripum frá vinum og velunnurum.

Matur, grill og bjór.

Kríukráin er tilvalin til ýmissa uppákoma, svo sem afmæli, óvissuferðir, vinnustaðafagnaði og margt margt fleira. Við tökum á móti hópum í mat og bjóðum Upp á úrvals grillaða hamborgara og djúpsteiktar kartöflulengjur. Svo getur fólk pantað grillmat eða annað sem því hugnast, eða jafnvel tekið með sér kjöt á grillið.

Ekta íslensk kjötsúpa með brauði – Grillað lambalæri með kartöflum, fersku salati og heitri sósu – Fiskibollur í lauksmjöri með kartöflum og salati – Kríuborgarinn & franskar með leynisósu Kríunnar – Við reynum svo alltaf að hafa valmöguleika fyrir vegan og aðra. Komdu og smakkaðu!

Kráin tekur milli 50 og 60 manns í sæti og enn fleiri í skálanum þar sem hitara er að finna. Á staðnum er ýmislegt til afþreyingar. Aðstaða er fyrir karókí, pílukast, skjávarpi er á staðnum og pláss til útileikja að ógleymdum sérsmíðuðum fússball-vellinum í fullri stærð. Fyrir leik þarf fyrst að spyrja hundinn hvort megi fá lánaðan boltann!

Við hér á Kríumýri erum með ósvikna sveitakrá þar sem afbragðs aðstaða er fyrir alls kyns hópa. Hér geta hóparnir skipulagt sína eigin dagskrá. Til staðar er hljóðkerfi sem virkar oftast, hljóðfæri s.s. gítar þegar hann er í lagi, píanó, og skjávarpi með stórum skjá.

Möguleiki er að útvega hressar og skemmtilegar hljómsveitir
úr sveitinni fyrir alla aldurshópa á vægu verði. Tilvalið að sameina vinnustaðafund og skemmtun.

Hvar erum við…

Kráin tekur milli 50 og 60 manns í sæti og enn fleiri í skálanum þar sem hitara er að finna. Á staðnum er ýmislegt til afþreyingar. Aðstaða er fyrir karókí, pílukast, skjávarpi er á staðnum og pláss til útileikja að ógleymdum sérsmíðuðum fússball-vellinum í fullri stærð. Fyrir leik þarf fyrst að spyrja hundinn hvort megi fá lánaðan boltann!

Frábært andrúmsloft og gestrisni í heimilislegu umhverfi er það sem við leggjum okkar áherslu á. Tökum á móti hópum í mat, drykk eða bæði. Á boðstólnum er allt frá súpu&salati upp í stórsteik, eða bara hvað sem hópnum hugnast. Komdu og njóttu góðrar stundar á alvöru Sveitakrá!

Endilega heyrið í okkur og kíkið í heimsókn til okkar. Þið munuð ekki sjá eftir því! 

Krían
Kríumýri, 801 Selfoss ,
Upplýsingar hjá Mæju í síma 8997-643 eða Herði í 8977-643, kriumyri@internet.is

…eða Krían Sveitakrá á Facebook

Eða sendið okkur línu..